Gluggar og Garðhús óska eftir að ráða einstakling til starfa við framleiðslu.
Um fullt starf er að ræða.
Tilgangur starfs
Að framleiða sérsniðnar einingar úr PVC og áli fyrir Sólskála, svalalokunarkerfi, garðhús og aðrar vöruafurðir samkvæmt teikningum og verkbeiðnum. Tryggja gæði, öryggi og nákvæmni í vinnslu og samsetningu efna samkvæmt verklagsreglum og verklýsingum.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Vinna eftir teikningum og verkpöntunum við skurð, samsetningu og frágang á PVC og áli.
- Notkun á sérhæfðum verkfærum og búnaði
- Samsetning á einingum fyrir svalalokunarkerfi og garðhús.
- Gæðaskoðun í vinnuferli – tryggja að vörur uppfylli kröfur áður en þær fara í uppsetningu.
- Þrif og viðhald vinnusvæðis og tækja.
- Samstarf við verkstjóra og teiknara um útfærslur og breytingar á pöntunum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla eða menntun í málm-, PVC- eða trésmíði er kostur.
- Nákvæmni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Færni í að lesa teikningar og fylgja verklýsingum.
- Góð verkfærakunnátta og öryggisvitund.
- Vilji til að læra og vinna sem hluti af framleiðsluteymi.