Gluggar og Garðhús óska eftir að ráða sölumann til starfa.
Um fullt starf er að ræða.
Tilgangur starfs
Að annast beinar söluaðgerðir og ráðgjöf með áherslu á lausnarmiðaðri þjónustu, byggja upp og viðhalda sterkum viðskiptasamböndum og tryggja framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Sölumaður tekur á móti viðskiptavinum, vinnur úr fyrirspurnum sem berast í gegnum vef fyrirtækisins, skráir öll samskipti í CRM og nýtir Sketchup eða sambærilegan hugbúnað til að skissa upp lausnir sem mæta þörfum viðskiptavina. Sölumaður starfar undir leiðsögn Sölu- og markaðsstjóra og gegnir lykilhlutverki í því að styðja við veltumarkmið fyrirtækisins
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Móttaka og úrvinnsla fyrirspurna, verðtilboða og pantana.
- Viðhalda góðum samskiptum við viðskiptavini í síma, gegnum tölvupóst og í persónu.
- Kynna vörur og lausnir fyrirtækisins með áherslu á faglega ráðgjöf
- Skissa upp hugmyndir og tillögur að lausnum í Sketchup eða sambærilegum hugbúnaði
- Samstarf við framleiðslu og verkstjóra til að samræma tæknilegar lausnir.
- Taka þátt í sölu- og markaðsviðburðum þegar við á.
- Skrá öll samskipti og sölutækifæri í sölukerfi fyrirtækisins
- Fylgja eftir tilboðum og sjá til þess að afhending og framleiðsla gangi samkvæmt áætlun.
- Tryggja að upplifun viðskiptavina sé fagleg, skjót og lausnamiðuð.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu og þjónustu til fyrirtækja og einstaklinga - helst í tækni eða byggingargeiranum
- Færni í SketchUp eða sambærilegum teikniforritum er skilyrði.
- Góð færni í ráðgjöf og lausnaleit fyrir ólíka viðskiptavini.
- Skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í ákvarðanatöku og í samstarfi við aðra
- Mjög góð tölvukunnátta og færni í sölukerfum og samskiptatólum.
- Iðnmenntun, tæknimenntun eða sterk verkleg innsýn er kostur.
- Vilji til að læra, þiggja leiðsögn og bæta frammistöðu.
Við bjóðum
• Skapandi og fjölbreytt starf þar sem tenging milli sölu, hönnunar og framleiðslu er einstök.
• Persónulegt og þéttriðið vinnuumhverfi með öflugum stuðningi.
• Sveigjanleika í starfi, öflugt samstarf og raunveruleg áhrif á vöxt fyrirtækisins.
• Þjálfun og stuðning til að efla færni í tækni og samskiptum.
• Áskoranir og verkefni sem skipta raunverulega máli fyrir viðskiptavini.