Sölufulltrúi í verslun - 50% starf
processing...
Til baka

Sölufulltrúi í verslun - 50% starf

RB Rúm

RB Rúm ehf óskar eftir að ráða samviskusaman og þjónustulipran einstakling til starfa í verslun.

Um 50% starfshlutfall er að ræða. Almennur opnunartími verslunarinnar er frá kl. 08:00 til kl. 17:00 og er vinnutími sveigjanlegur eftir nánara samkomulagi.

Viðkomandi þarf að búa yfir ríkri hæfni í mannlegum samskiptum ásamt því að vera sjálfstæður í vinnubrögðum og vandvirkur.

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
  • Framsetningar í verslun
  • Tilboðs og reikningagerð
  • Önnur tengd störf

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af verslunar- og/eða þjónustustörfum kostur
  • Góðir söluhæfileikar
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Áhugi og metnaður í starfi

RB rúm sérhæfir sig í hönnun og smíði á rúmum, dýnum, rúmgöflum og nánast á allri sérsmíði. Fyrirtækið var stofnað árið 1943 og ber aldurinn vel.

Íris Bettý Alfreðsdóttir Frederiksen ráðgjafi hjá HH Ráðgjöf Ráðningarþjónustu hefur umsjón með ráðningu í starfið og veitir frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða í tölvupósti hhr@hhr.is

Sækja um starf Dalshraun 8
  • Starf skráð:

    18.Sep 2025

  • Umsóknarfrestur:

    02.Oct 2025

Tegund starfs
  • Hlutastarf
Starfaflokkur
Hæfni/reynsla
DEILDU STARFINU